NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 19:21 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar segir aðildina að NATO styrkja varnir lands hennar en Svíar muni einnig auka öryggi bandalagsins með framlagi sínu. AP/Paul White Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Utanríkisráðherrar Tyrklands, Finnlands og Svíþjóðar skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu í gær sem tryggði að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild þessara tveggja Norðurlandaþjóða að NATO. Tyrkir höfðu talið þjóðirnar of hliðhollar Kúrdum og þær veittu fólki sem Tyrkir telja hryðjuverkamenn skjól. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO óskar Sauli Niinisto forseta Finnlands til hamingju með áfangann eftir að aðild Finnlands að bandalaginu hafði verið samþykkt.AP/Bernat Armangue Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hafði milligöngu um að samkomulag tókst milli þjóðanna þriggja. „Finnar og Svíar eru að sjálfsögðu tilbúnir að vinna með Tyrkjum vegna fyrirhugaðrar beiðni um brottvísun eða framsal einstaklinga sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. En þetta framsalsferli mun eiga sér stað í samræmi við Evrópusamninginn um framsal sakamanna," sagði Stoltenberg í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga hafa stutt umsóknir Finna og Svía að bandalaginu. Það væri fengur af því að fá slíkar lýðræðisþjóðir sem bæru virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum í bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög Íslendinga til NATO hafi aukist og muni aukast með nýjum áherslum bandalagsins.AP/Paul White „Við erum hins vegar auðvitað búin að vera að fylgjast með ákveðinni atburðarás. Þar sem Tyrkir hafa í raun og veru sett óskyld mál á dagskrá. Sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu. Þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ segir Katrín og vísar þar til málefna Kúrda. Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning bandalagsþjóðanna við Úkraínu og hétu áframhaldandi hernaðar- og efnahagsstuðningi. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafundinn í dag og sagði Rússa aðallega heyja stórskotaliðshernað gegn Úkraínu þar sem þeir hefðu mikla yfirburði. Úkraínumenn þyrftu því á mun meiri þungavopnum og fjárhagsaðstoðað halda. Stríðið kostaði Úkraínu um 5 milljarða dollara, eða um 660 milljarða króna, á mánuði og landið væri nú þegar skuldum vafið. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands slá á létta strengi á leiðtogafundinum.AP/Manu Fernandez „Ég get sagt hvað það er sem við þurfum: Við þurfum tryggingu fyrir öryggi okkar og þið verðið að finna Úkraínu stað á sameiginlegu öryggissvæði. Annað hvort veitið þið áríðandi hjálp til Úkraínu sem dugar til sigurs eða standið frammi fyrir síðkomnu stríði á milli Rússlands og ykkar sjálfra," sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Leiðtogarnir samþykktu líka nýjar áherslur í starfsemi NATO með fjölgun um 300 þúsund manns í viðbragðssveitum bandalagsríkjanna og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Stoltenberg segir þetta mikla stefnubreytingu frá árinu 2010 þegar Rússar voru í samvinnu við bandalagið. „Þetta er varpar ljósi á það að Rússland er mesta og beinasta ógnin við öryggi okkar. Í fyrri samþykktum frá 2010 var talað um Rússa sem bandamenn," sagði Stoltinberg. Ísland leggur sitt að mörkum Þær aðgerðir og breytingar á stefnu NATO sem leiðtogarnir samþykktu í dag hafa mest áhrif í austurhluta bandalagsins. Starfsemi þess er þó öll samofin og einnig hefur verið samþykkt að öll aðildarríkin auki framlög sín til þess. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna taka þátt í leiðtogafundinum í Madrid. Hér er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs.AP/Manu Fernandez Forsætisráðherra segir Íslendinga halda áfram að taka þátt í samstarfinu á borgaralegum forsendum. „Við erum auðvitað herlaus þjóð og höfum ekki í hyggju að breyta því. En við munum hins vegar leggja aukna fjármuni og höfum verið að leggja aukna fjármuni til dæmis í netöryggismál sem eru auðvitað lykilþáttur í stefnunni. Það er verið að tala um að efla hér miðlæga sjóði Atlantshafsbandalagsins. Sem þýðir að Ísland mun leggja meira til bandalagsins eins og aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Síðast en ekki síst muni Íslendingar líka að taka þátt í nýjum nýsköpunarsjóði Atlantshafsbandalagsins. Hann væri hugsaður til að bregðast við þeim miklu tæknibreytingum sem væru að verða. „Sem eru auðvitað að breyta þessu öryggisumhverfi algerlega. Þannig að við erum að leggja meira að mörkum en við höfum áður gert. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á það sem við höfum verið að gera á undanförnum árum, sem er aukið viðhald á mannvirkjunum í Keflavík. Sem auðvitað telst líka sem framlög til varnarmála og gerir okkur þá kleift að taka á móti þeim sem eru að sinna loftrýmisgæslu við Ísland og kafbátaleit við Ísland,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Utanríkisráðherrar Tyrklands, Finnlands og Svíþjóðar skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu í gær sem tryggði að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild þessara tveggja Norðurlandaþjóða að NATO. Tyrkir höfðu talið þjóðirnar of hliðhollar Kúrdum og þær veittu fólki sem Tyrkir telja hryðjuverkamenn skjól. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO óskar Sauli Niinisto forseta Finnlands til hamingju með áfangann eftir að aðild Finnlands að bandalaginu hafði verið samþykkt.AP/Bernat Armangue Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO hafði milligöngu um að samkomulag tókst milli þjóðanna þriggja. „Finnar og Svíar eru að sjálfsögðu tilbúnir að vinna með Tyrkjum vegna fyrirhugaðrar beiðni um brottvísun eða framsal einstaklinga sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. En þetta framsalsferli mun eiga sér stað í samræmi við Evrópusamninginn um framsal sakamanna," sagði Stoltenberg í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga hafa stutt umsóknir Finna og Svía að bandalaginu. Það væri fengur af því að fá slíkar lýðræðisþjóðir sem bæru virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum í bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög Íslendinga til NATO hafi aukist og muni aukast með nýjum áherslum bandalagsins.AP/Paul White „Við erum hins vegar auðvitað búin að vera að fylgjast með ákveðinni atburðarás. Þar sem Tyrkir hafa í raun og veru sett óskyld mál á dagskrá. Sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu. Þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ segir Katrín og vísar þar til málefna Kúrda. Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning bandalagsþjóðanna við Úkraínu og hétu áframhaldandi hernaðar- og efnahagsstuðningi. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafundinn í dag og sagði Rússa aðallega heyja stórskotaliðshernað gegn Úkraínu þar sem þeir hefðu mikla yfirburði. Úkraínumenn þyrftu því á mun meiri þungavopnum og fjárhagsaðstoðað halda. Stríðið kostaði Úkraínu um 5 milljarða dollara, eða um 660 milljarða króna, á mánuði og landið væri nú þegar skuldum vafið. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands slá á létta strengi á leiðtogafundinum.AP/Manu Fernandez „Ég get sagt hvað það er sem við þurfum: Við þurfum tryggingu fyrir öryggi okkar og þið verðið að finna Úkraínu stað á sameiginlegu öryggissvæði. Annað hvort veitið þið áríðandi hjálp til Úkraínu sem dugar til sigurs eða standið frammi fyrir síðkomnu stríði á milli Rússlands og ykkar sjálfra," sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Leiðtogarnir samþykktu líka nýjar áherslur í starfsemi NATO með fjölgun um 300 þúsund manns í viðbragðssveitum bandalagsríkjanna og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Stoltenberg segir þetta mikla stefnubreytingu frá árinu 2010 þegar Rússar voru í samvinnu við bandalagið. „Þetta er varpar ljósi á það að Rússland er mesta og beinasta ógnin við öryggi okkar. Í fyrri samþykktum frá 2010 var talað um Rússa sem bandamenn," sagði Stoltinberg. Ísland leggur sitt að mörkum Þær aðgerðir og breytingar á stefnu NATO sem leiðtogarnir samþykktu í dag hafa mest áhrif í austurhluta bandalagsins. Starfsemi þess er þó öll samofin og einnig hefur verið samþykkt að öll aðildarríkin auki framlög sín til þess. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna taka þátt í leiðtogafundinum í Madrid. Hér er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs.AP/Manu Fernandez Forsætisráðherra segir Íslendinga halda áfram að taka þátt í samstarfinu á borgaralegum forsendum. „Við erum auðvitað herlaus þjóð og höfum ekki í hyggju að breyta því. En við munum hins vegar leggja aukna fjármuni og höfum verið að leggja aukna fjármuni til dæmis í netöryggismál sem eru auðvitað lykilþáttur í stefnunni. Það er verið að tala um að efla hér miðlæga sjóði Atlantshafsbandalagsins. Sem þýðir að Ísland mun leggja meira til bandalagsins eins og aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Síðast en ekki síst muni Íslendingar líka að taka þátt í nýjum nýsköpunarsjóði Atlantshafsbandalagsins. Hann væri hugsaður til að bregðast við þeim miklu tæknibreytingum sem væru að verða. „Sem eru auðvitað að breyta þessu öryggisumhverfi algerlega. Þannig að við erum að leggja meira að mörkum en við höfum áður gert. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á það sem við höfum verið að gera á undanförnum árum, sem er aukið viðhald á mannvirkjunum í Keflavík. Sem auðvitað telst líka sem framlög til varnarmála og gerir okkur þá kleift að taka á móti þeim sem eru að sinna loftrýmisgæslu við Ísland og kafbátaleit við Ísland,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29. júní 2022 14:37
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50