Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 03:28 Tveir eru látnir og að minnsta kosti nítján særðir, þar af eru ellefu alvarlega særðir. EPA/Javad Parsa Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira