Sekta Orkusöluna vegna flutninga viðskiptavina til sín án samþykkis Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2022 10:19 Brotin fólu í sér flutning tiltekinna viðskiptavina Orku náttúrunnar yfir til Orkusölunnar án þess að fyrir lægi samþykki þeirra. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Orkusöluna um 400 þúsund krónur fyrir að hafa flutt viðskiptavini annars fyrirtækis yfir til sín án þess að fyrir lægi samþykki þeirra. Auk þess var upplýsingagjöf Orkusölunnar til nýrra viðskiptavina talin vera brot gegn góðum viðskiptaháttum. Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að kvörtun barst frá Orku náttúrunnar. Orkusalan svaraði því til að um tímabundnar markaðsaðgerðir hafi verið að ræða þar sem nýjum notendum hafi verið boðið tilboð. „Þeir notendur sem þáðu tilboðið og vildu færa sig yfir í viðskipti til Orkusölunnar voru skráðir niður og í framhaldinu leitaði Orkusalan upplýsinga um umrædda notendur og tilkynnti um söluaðilaskiptin til dreifiveitu. Samhliða tilkynningunni um söluaðilaskipti var notendum sendur staðfestingarpóstur þar sem þeir voru boðnir velkomnir í viðskipti við Orkusöluna. Í staðfestingarpóstinum hafi komið fram upplýsingar um félagið ásamt tilvísun til viðskiptaskilmála þar sem væri að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulag greiðslna, afhendingu, uppsögn samnings o.fl., þar á meðal að greiðsla fyrsta reiknings væri talin formleg staðfesting á viðskiptasambandinu. Við úrlausn málsins sýndi Orkusalan ekki fram á að upplýsingagjöf vegna fjarsölunnar hafi verið framkvæmd með fullnægjandi hætti. Þá gat Orkusalan ekki sýnt fram á að notendurnir hafi viljað flytja viðskipti sín,“ segir um ákvörðun Neytendastofu á vef stofnunarinnar. Fullnægðu ekki upplýsingaskyldu Stofnunin hafi þá komist að þeirri niðurstöðu að Orkusalan hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að færa viðskiptavini án upplýsts samþykkis þeirra. Þá komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að fullnægja ekki upplýsingaskyldu sinni gagnvart nýjum viðskiptavinum við og í kjölfar fjarsölu. Loks vísar stofnunin til þess að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Orkusölunnar að með greiðslu fyrsta reiknings sé staðfest gildi samnings. Í ljósi þessa taldi Neytendastofa rétt að sekta Orkusöluna um 400 þúsund krónur. Orkumál Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að kvörtun barst frá Orku náttúrunnar. Orkusalan svaraði því til að um tímabundnar markaðsaðgerðir hafi verið að ræða þar sem nýjum notendum hafi verið boðið tilboð. „Þeir notendur sem þáðu tilboðið og vildu færa sig yfir í viðskipti til Orkusölunnar voru skráðir niður og í framhaldinu leitaði Orkusalan upplýsinga um umrædda notendur og tilkynnti um söluaðilaskiptin til dreifiveitu. Samhliða tilkynningunni um söluaðilaskipti var notendum sendur staðfestingarpóstur þar sem þeir voru boðnir velkomnir í viðskipti við Orkusöluna. Í staðfestingarpóstinum hafi komið fram upplýsingar um félagið ásamt tilvísun til viðskiptaskilmála þar sem væri að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulag greiðslna, afhendingu, uppsögn samnings o.fl., þar á meðal að greiðsla fyrsta reiknings væri talin formleg staðfesting á viðskiptasambandinu. Við úrlausn málsins sýndi Orkusalan ekki fram á að upplýsingagjöf vegna fjarsölunnar hafi verið framkvæmd með fullnægjandi hætti. Þá gat Orkusalan ekki sýnt fram á að notendurnir hafi viljað flytja viðskipti sín,“ segir um ákvörðun Neytendastofu á vef stofnunarinnar. Fullnægðu ekki upplýsingaskyldu Stofnunin hafi þá komist að þeirri niðurstöðu að Orkusalan hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að færa viðskiptavini án upplýsts samþykkis þeirra. Þá komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að fullnægja ekki upplýsingaskyldu sinni gagnvart nýjum viðskiptavinum við og í kjölfar fjarsölu. Loks vísar stofnunin til þess að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Orkusölunnar að með greiðslu fyrsta reiknings sé staðfest gildi samnings. Í ljósi þessa taldi Neytendastofa rétt að sekta Orkusöluna um 400 þúsund krónur.
Orkumál Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira