Stóreignir bendlaðar við Pútín virðast reknar í „samvinnufélagi“ Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 11:23 Pútín hefur alla tíð svarið af sér sveitasetur og snekkjur sem bendlaðar hafa verið við hann. Allar þær helstu tengjast í gegnum leynilegt tölvupóstlén. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að hallir, snekkjur og vínekrur sem bendlaðar hafa verið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta tengist innbyrðis og að þær séu jafnvel reknar í einhvers konar óformlegu samvinnufélagi. Verðmæti eignanna er metið á meira en 590 milljarða íslenskra króna. Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira