Glæný nálgun í öldrunarþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 20:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga, Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Bryndís Guðbrandsdóttir og Hrönn Ljótsdóttir hjá Sóltúni. Vísir/Berghildur Ný öldrunarþjónusta sem á að gera fólki kleift að búa lengur heima og minnka svokallaðan fráflæðisvanda Landspítala var kynnt á Sólvangi í dag. Heilbrigðisráðherra segir um tímamót að ræða sem muni draga úr innlögnum á spítala. Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira