Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 11:32 Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Samsett Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58