Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 08:58 Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf á góðu gengi að halda í kosningunum í dag. EPA/GONZALO FUENTES Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01