Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:58 Evrópuleiðtogarnir hétu Úkraínu áframhaldandi stuðningi. AP/Ludovic Marin Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02
Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30
Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31