Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:02 Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. Úkraína hafði farið þess á leit við ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) að í tollfríðindi yrðu aukin umfram fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Úkraínu í ljósi innrásar Rússlands. Áður hafði Úkraína einhliða fellt niður tolla á allar innfluttar vörur til að stuðla að auknum viðskiptum. Er þetta liður í viðleitni til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Evópusambandið og Bretland höfðu þegar orðið við beiðni Úkraínu. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér mikilvægan og táknrænan stuðning við Úkraínu. Markmiðið er að við sýnum þessari vinaþjóð okkar í Evrópu stuðning í verki með því að greiða fyrir viðskiptum. Það er mikilvægt því þótt stríðið við Pútín hafi þjappað þjóðum saman, hefur það líka afhjúpað eiginhagsmunabaráttu. Þannig hafa sum forysturíki ESB hafa t.a.m. reynt að skorast undan framlagi og fórnum. Slíka gjörninga er óhjákvæmilegt að skoða í samhengi við þær fórnir sem úkraínska þjóðin hefur fært og færir áfram fyrir sameiginleg gildi okkar: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í fjóra mánuði er þörf á áframhaldandi samstöðu lýðræðisríkjanna. Við þurfum að leggja okkar af mörkum við að mæta aðgerðum Pútíns, samstíga og af fullum þunga. Innrás í fullvalda evrópskt ríki er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar sem Evrópuþjóða og fáir eiga meira undir þeim en við Íslendingar. Ég er stolt af samróma áliti alþingismanna - að Ísland eigi ekki að skorast undan sinni ábyrgð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun