„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 19:20 Áslaug Thelma Einarsdóttir (t.v.) var forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar þar til henni var sagt upp 2018. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Samsett Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58