Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 22:23 Navalní í fjarfundarbúnaði í réttarsal í Moskvu í maí. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10
Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00