Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um atvik sem varð á Sæbraut, nærri Olís-stöðinni, um klukkan 13:45 í gær þegar strætisvagn ók á mann. Guðmundur segir að ýmislegt bendi til að maðurinn hafi hlaupið í veg fyrir bílinn, en að málið væri enn í skoðun.
Að sögn slökkviliðs hlaut maðurinn tvo skurði á höfði en hafi að öðru leyti borið sig vel.
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að í samtali við Vísi að upptökum úr öryggisvélum strætisvagninum hafi verið komið í hendur lögreglu í gær. Þá hafi vagnstjóranum verið kippt af vaktinni í gær og annar tekið við leiðinni.
„Hann er samt mættur aftur á vaktina í dag og ber sig vel. Hann afþakkaði áfallahjálp,“ segir Guðmundur Heiðar.
Strætisvagninn var á leið þrjú og var á leiðinni á Hlemm þegar atvikið átti sér stað.