Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. júní 2022 07:45 Rússar eru sagðir hafa safnað saman öllu sínu stórskotaliði í Donbas. Getty/Leon Klein Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira