ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:00 Bjarni Fritz og Blædís Fritz eru eðlilega í skýjunum með nýju aðstöðuna. Vísir/Sigurjón ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ. ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ.
ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira