ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:00 Bjarni Fritz og Blædís Fritz eru eðlilega í skýjunum með nýju aðstöðuna. Vísir/Sigurjón ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ. ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ.
ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira