Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 23:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís. Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís.
Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira