Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 23:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís. Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís.
Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira