Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 18:59 Utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirrita viljayfirlýsingu um ratsjána í Þórshöfn í dag. Landsstjórn Færeyja Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann. Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann.
Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25