Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 17:06 Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. vísir Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. „Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45