Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. júní 2022 20:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þarf ekki að yfirgefa Downing-stræti 10 á næstunni. AP/Alberto Pezzali Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01