Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 11:46 Lögregla var kölluð að þessu húsi í Barðavogi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Vísir/Helena Rakel Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23