Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. júní 2022 08:01 Vísindamenn telja langan háls gíraffa geta verið af kynferðislegum toga. Getty Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“ Dýr Vísindi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“
Dýr Vísindi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent