Við viljum lausnamiðað og skapandi starfsfólk en ætlum alltaf að segja þeim hvað og hvernig á að gera hlutina Eva Karen Þórðardóttir skrifar 3. júní 2022 11:30 Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun