Við viljum lausnamiðað og skapandi starfsfólk en ætlum alltaf að segja þeim hvað og hvernig á að gera hlutina Eva Karen Þórðardóttir skrifar 3. júní 2022 11:30 Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun