SÁÁ er á tánum alla daga Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2022 10:30 Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun