SÁÁ er á tánum alla daga Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2022 10:30 Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun