Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 22:04 Starfshópur matvælaráðherra vill setja strangari reglugerð um blóðmerahald sem gildi í þrjú ár. Stjórnarráðið Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla. Starfshópurinn var skipaður af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok síðasta árs til þess að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kring um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Hann hefur nú skilað skýrslu sinni, þar sem rýnt er í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið. Fram kemur í skýrslunni að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi þar sem um nokkuð umfangsmikla og umdeilda starfsemi sé að ræða. Mat starfshópsins sé það að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreytingum til þess að svo megi verða. „Á grundvelli skýrslunnar hefur matvælaráðherra ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem mun gilda til þriggja ára. Í reglugerðinni verður skýrt kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafnframt að starfsemin sé leyfisskyld,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Vill sérstaka umfjöllun um siðferðisleg álitamál Með setningu reglugerðarinnar verði óljós réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar og á meðan hún sé í gildi verði fylgst með framkvæmd starfseminnar og lagt mat á framtíð hennar. „Samhliða telur matvælaráðherra rétt að efna til sérstakrar umfjöllunar um siðferðileg álitamál tengd starfseminni. Með því að setja reglugerð af þessu tagi verður skýrt að starfsemin sé leyfisskyld og háð skilyrðum og jafnframt að hún fellur ekki undir ákvæði reglugerðar nr. 460/2017 um dýr sem notuð eru í vísindaskyni.“ Fram kemur í tilkynningunni að skilyrði reglugerðarinnar muni byggja á sömu skilyrðum og Matvælastofnun setji nú. Hópurinn leggi einni gtil að þau verði hert, meðal annars með tilliti til sjónarmiða sem fram komu hjá hagaðilum og öðrum sem starfshópurinn hafi rætt við. Setja þurfi ítarlegri ákvæði um aðbúnað og aðstöðu, eftirlit með ástandi hrossa varðandi heilbrigði, hófhirðu og skapgerðarmat, vinnuaðferðir við blóðtökuna sjálfa og um innra og ytra eftirlit með henni. Ekki verði leyfilegt að notast við kerfi sem byggi á magnframleiðslu „Þá telur hópurinn nauðsynlegt að óháður aðili svo sem Tilraunastöðin á Keldum sannreyni mælingar á blóðbúskap hryssnanna að minnsta kosti tímabundið. Nauðsynlegt er einnig að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralæknir má hafa umsjón með í blóðöku,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn telji einnig eðlileg að aðstoðarmaður undir stjórn dýralæknis sé til staðar við hvern blóðtökubás til að geta brugðist skjótt við komi upp vandamál. Hópurinn leggur sömuleiðis fram að ekki verði leyfilegt að notast við framleiðslukerfi sem hvetji til og byggi á magnframleiðslu, enda geti það stefnt velferð dýranna í hættu. Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok síðasta árs til þess að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kring um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Hann hefur nú skilað skýrslu sinni, þar sem rýnt er í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið. Fram kemur í skýrslunni að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi þar sem um nokkuð umfangsmikla og umdeilda starfsemi sé að ræða. Mat starfshópsins sé það að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreytingum til þess að svo megi verða. „Á grundvelli skýrslunnar hefur matvælaráðherra ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem mun gilda til þriggja ára. Í reglugerðinni verður skýrt kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafnframt að starfsemin sé leyfisskyld,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Vill sérstaka umfjöllun um siðferðisleg álitamál Með setningu reglugerðarinnar verði óljós réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar og á meðan hún sé í gildi verði fylgst með framkvæmd starfseminnar og lagt mat á framtíð hennar. „Samhliða telur matvælaráðherra rétt að efna til sérstakrar umfjöllunar um siðferðileg álitamál tengd starfseminni. Með því að setja reglugerð af þessu tagi verður skýrt að starfsemin sé leyfisskyld og háð skilyrðum og jafnframt að hún fellur ekki undir ákvæði reglugerðar nr. 460/2017 um dýr sem notuð eru í vísindaskyni.“ Fram kemur í tilkynningunni að skilyrði reglugerðarinnar muni byggja á sömu skilyrðum og Matvælastofnun setji nú. Hópurinn leggi einni gtil að þau verði hert, meðal annars með tilliti til sjónarmiða sem fram komu hjá hagaðilum og öðrum sem starfshópurinn hafi rætt við. Setja þurfi ítarlegri ákvæði um aðbúnað og aðstöðu, eftirlit með ástandi hrossa varðandi heilbrigði, hófhirðu og skapgerðarmat, vinnuaðferðir við blóðtökuna sjálfa og um innra og ytra eftirlit með henni. Ekki verði leyfilegt að notast við kerfi sem byggi á magnframleiðslu „Þá telur hópurinn nauðsynlegt að óháður aðili svo sem Tilraunastöðin á Keldum sannreyni mælingar á blóðbúskap hryssnanna að minnsta kosti tímabundið. Nauðsynlegt er einnig að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralæknir má hafa umsjón með í blóðöku,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn telji einnig eðlileg að aðstoðarmaður undir stjórn dýralæknis sé til staðar við hvern blóðtökubás til að geta brugðist skjótt við komi upp vandamál. Hópurinn leggur sömuleiðis fram að ekki verði leyfilegt að notast við framleiðslukerfi sem hvetji til og byggi á magnframleiðslu, enda geti það stefnt velferð dýranna í hættu.
Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51
Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59
Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05