Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 22:30 Payton Gendron í dómsal í síðasta mánuði. AP/Matt Rourke Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50
„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55