Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. júní 2022 12:19 Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkanir á fasteignagjöldum verði ekki ákveðnar fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33