Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. maí 2022 23:00 Sex árum eftir að hjónabandi þeirra lauk hafa Johnny Depp og Amber Heard opinberað allt fyrir framan alþjóð. AP/Steve Helber Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. Samband leikaranna hefur ávallt verið stormasamt en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries árið 2011. Þau giftu sig síðan í febrúar 2015 en rúmu ári síðan, í apríl 2016, fór Heard fram á skilnað og óskaði eftir nálgunarbanni. Rúmum tveimur árum síðar, í desember 2018, birti Heard síðan skoðanagrein í Washington Post þar sem hún hélt því fram að hún væri þolandi heimilisofbeldis. Þó að Depp hafi hvergi verið nefndur á nafn í greininni var flestum ljóst að hún væri að tala um fyrrverandi eiginmann sinn. Í ár var síðan greint frá því að Depp hefði höfðað meiðyrðamál gegn Heard þar sem hann krafðist 50 milljóna Bandaríkjadala vegna þess skaða hann hafði orðið fyrir í kjölfar greinarinnar. Heard ákvað þá að kæra Depp á móti og krafðist hundrað milljóna Bandaríkjadala vegna yfirlýsinga lögmanna Depps um blekkingar. Þetta eru ekki fyrstu réttarhöldin sem tengjast sambandi þeirra en Depp höfðaði meiðyrðamál gegn breska götublaðinu The Sun fyrir tveimur árum eftir að þau sögðu í frétt að hann væri ofbeldismaður. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli og hafa aðdáendur Depps fjölmennt fyrir framan dómsal í Virginíu undanfarnar vikur. AP/Craig Hudson Depp tapaði þeim réttarhöldum þar sem breskur dómari komst að þeirri niðurstöðu að Depp hafi brotið á Heard. Nú ákvað Depp að sleppa milligönguliðnum og kæra fyrrverandi eiginkonu sína beint. Fyndin augnablik í skugga alvarlegra ásakana Réttarhöldin stóðu í heildina yfir í sex vikur en allar helstu sjónvarpsstöðvar vestanhafs sýndu beint frá þeim á hverjum einasta degi. Netverjar voru fljótir að skipa sér í fylkingar og skapaðist mikil heift í kringum málið. Flestir virtust koma Depp til varnar á meðan Heard var úthúðuð sem lygari. Auk þeirra báru fjölmargir vitni fyrir dómi, þar á meðal fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsmenn Depp og Heard. Einnig voru kallaðir til fyrrum elskhugar og ber þar einna helst að nefna fyrirsætuna Kate Moss sem var kölluð til eftir að Heard minntist á orðróm þess efnis að Depp hafði hrint henni niður stiga meðan þau voru í sambandi, sem Moss þvertók fyrir. Misgáfuleg atvik komu upp á meðan réttarhöldunum stóð og stökk mörgum bros á vör við nokkur tilefni. Dyravörður sem notaði rafrettu og keyrði í miðjum vitnisburði, lífvörður sem kvaðst aldrei hafa séð kynfæri Depp, geiflur og skrýtnar getgátur geðlæknis, lögmaður sem mótmælti eigin spurningu, langar umræður um bollakökur, og kúkur í rúminu eru aðeins dæmi um atvik sem netverjar hlógu yfir. Þó ákveðinn galsi hafi myndast við nokkur tilefni var kjarni málsins alvarlegur. Depp og Heard bar ekki saman um margt sem átti sér stað á meðan stormasama hjónabandinu stóð og sökuðu hvort annað um að hafa beitt líkamlegu, andlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Spilaðar voru upptökur sem sýndu ógeðslegan talsmáta og hegðun Depp og Heard í garð hvors annars. Ferð parsins til Ástralíu var tíðrædd við réttarhöldin en Heard sakaði Depp meðal annars um að hafa nauðgað sér með brotinni vínflösku meðan þau dvöldu þar og Depp sakaði Heard um að hafa kastað vodka flösku í sig sama kvöld með þeim afleiðingum að hann missti hluta af fingri. Vilja bæði meina að þau séu hin raunverulegu fórnarlömb Depp hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus, að hann hafi aldrei slegið konu eða brotið á henni á þann hátt sem Heard lýsti. Þegar hann mætti í vitnastúku í síðasta sinn á miðvikudag sagði hann ásakanirnar niðurlægjandi, skelfilegar, sársaukafullar, og einfaldlega ekki sannar. „Sama hvað gerist mætti ég fyrir rétt og sagði sannleikann,“ sagði leikarinn. Þá sparaði Camille Vasquez, einn af lögmönnum Depps, ekki stóru orðin í lokaávarpi sínu í dag. Depp og Vasquez eru orðin náin eftir réttarhöldin og virtust þau ánægð eftir lokaávarpið. AP/Steve Helber „Þau sönnunargögn sem lögð eru fram við þessi réttarhöld hafa sýnt fram á að frú Heard er í raun gerandinn en hr. Depp þolandinn,“ sagði Vasques og hvatti kviðdóminn til að frelsa Depp úr þeirri prísund sem hann hefur verið í undanfarin sex ár. Þó að bent hafi verið á misræmi í framburði Heard og hún sökuð um lygar við nokkur tilefni hélt hún því fram allt að lokum að ásakanirnar væru sannar. Hún sagðist vera skelfingu lostin á hverjum degi og vísaði til linnulausra árása netverja og neikvæðrar umfjöllunar í hennar garð. „Fólk vill drepa mig og ég fæ að heyra það á hverjum degi. Fólk vill setja barnið mitt í örbylgjuofn og segir það við mig,“ sagði Heard meðal annars þegar hún mætti í síðasta sinn í vitnastúku í gær. Amber Heard knúsar einn af lögmönnum sínum, Elaine Bredehoft, eftir lokaávarp hennar. AP/Steve Helber Í lokaávarpi sínu sagði Benjamin Rottenborn, einn af lögmönnum Heard, að það væru stjórnarskrárvarin réttindi hennar að tjá sig um meint ofbeldi sem hún varð fyrir. Þá vísaði hann til ógeðfelldra ummæla sem Depp hafði látið falla um hana, meðal annars að hann vildi „ríða brenndu líki hennar.“ „Þetta er gluggi inn í hug og hjarta uppáhalds sjóræningja Bandaríkjanna,“ sagði Rottenborn og vísaði til hlutverks Depps sem Jack Sparrow í Pirates of the Carribean kvikmyndunum. „Þetta er hinn raunverulegi Johnny Depp.“ Framhaldið er nú í höndum sjö manna kviðdóms sem hefur hlustað á um hundrað klukkustundir af vitnisburði. Hann reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en náði því ekki fyrir helgina og mun því koma aftur saman á þriðjudag. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Dómsmál Bandaríkin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Samband leikaranna hefur ávallt verið stormasamt en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries árið 2011. Þau giftu sig síðan í febrúar 2015 en rúmu ári síðan, í apríl 2016, fór Heard fram á skilnað og óskaði eftir nálgunarbanni. Rúmum tveimur árum síðar, í desember 2018, birti Heard síðan skoðanagrein í Washington Post þar sem hún hélt því fram að hún væri þolandi heimilisofbeldis. Þó að Depp hafi hvergi verið nefndur á nafn í greininni var flestum ljóst að hún væri að tala um fyrrverandi eiginmann sinn. Í ár var síðan greint frá því að Depp hefði höfðað meiðyrðamál gegn Heard þar sem hann krafðist 50 milljóna Bandaríkjadala vegna þess skaða hann hafði orðið fyrir í kjölfar greinarinnar. Heard ákvað þá að kæra Depp á móti og krafðist hundrað milljóna Bandaríkjadala vegna yfirlýsinga lögmanna Depps um blekkingar. Þetta eru ekki fyrstu réttarhöldin sem tengjast sambandi þeirra en Depp höfðaði meiðyrðamál gegn breska götublaðinu The Sun fyrir tveimur árum eftir að þau sögðu í frétt að hann væri ofbeldismaður. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli og hafa aðdáendur Depps fjölmennt fyrir framan dómsal í Virginíu undanfarnar vikur. AP/Craig Hudson Depp tapaði þeim réttarhöldum þar sem breskur dómari komst að þeirri niðurstöðu að Depp hafi brotið á Heard. Nú ákvað Depp að sleppa milligönguliðnum og kæra fyrrverandi eiginkonu sína beint. Fyndin augnablik í skugga alvarlegra ásakana Réttarhöldin stóðu í heildina yfir í sex vikur en allar helstu sjónvarpsstöðvar vestanhafs sýndu beint frá þeim á hverjum einasta degi. Netverjar voru fljótir að skipa sér í fylkingar og skapaðist mikil heift í kringum málið. Flestir virtust koma Depp til varnar á meðan Heard var úthúðuð sem lygari. Auk þeirra báru fjölmargir vitni fyrir dómi, þar á meðal fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsmenn Depp og Heard. Einnig voru kallaðir til fyrrum elskhugar og ber þar einna helst að nefna fyrirsætuna Kate Moss sem var kölluð til eftir að Heard minntist á orðróm þess efnis að Depp hafði hrint henni niður stiga meðan þau voru í sambandi, sem Moss þvertók fyrir. Misgáfuleg atvik komu upp á meðan réttarhöldunum stóð og stökk mörgum bros á vör við nokkur tilefni. Dyravörður sem notaði rafrettu og keyrði í miðjum vitnisburði, lífvörður sem kvaðst aldrei hafa séð kynfæri Depp, geiflur og skrýtnar getgátur geðlæknis, lögmaður sem mótmælti eigin spurningu, langar umræður um bollakökur, og kúkur í rúminu eru aðeins dæmi um atvik sem netverjar hlógu yfir. Þó ákveðinn galsi hafi myndast við nokkur tilefni var kjarni málsins alvarlegur. Depp og Heard bar ekki saman um margt sem átti sér stað á meðan stormasama hjónabandinu stóð og sökuðu hvort annað um að hafa beitt líkamlegu, andlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Spilaðar voru upptökur sem sýndu ógeðslegan talsmáta og hegðun Depp og Heard í garð hvors annars. Ferð parsins til Ástralíu var tíðrædd við réttarhöldin en Heard sakaði Depp meðal annars um að hafa nauðgað sér með brotinni vínflösku meðan þau dvöldu þar og Depp sakaði Heard um að hafa kastað vodka flösku í sig sama kvöld með þeim afleiðingum að hann missti hluta af fingri. Vilja bæði meina að þau séu hin raunverulegu fórnarlömb Depp hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus, að hann hafi aldrei slegið konu eða brotið á henni á þann hátt sem Heard lýsti. Þegar hann mætti í vitnastúku í síðasta sinn á miðvikudag sagði hann ásakanirnar niðurlægjandi, skelfilegar, sársaukafullar, og einfaldlega ekki sannar. „Sama hvað gerist mætti ég fyrir rétt og sagði sannleikann,“ sagði leikarinn. Þá sparaði Camille Vasquez, einn af lögmönnum Depps, ekki stóru orðin í lokaávarpi sínu í dag. Depp og Vasquez eru orðin náin eftir réttarhöldin og virtust þau ánægð eftir lokaávarpið. AP/Steve Helber „Þau sönnunargögn sem lögð eru fram við þessi réttarhöld hafa sýnt fram á að frú Heard er í raun gerandinn en hr. Depp þolandinn,“ sagði Vasques og hvatti kviðdóminn til að frelsa Depp úr þeirri prísund sem hann hefur verið í undanfarin sex ár. Þó að bent hafi verið á misræmi í framburði Heard og hún sökuð um lygar við nokkur tilefni hélt hún því fram allt að lokum að ásakanirnar væru sannar. Hún sagðist vera skelfingu lostin á hverjum degi og vísaði til linnulausra árása netverja og neikvæðrar umfjöllunar í hennar garð. „Fólk vill drepa mig og ég fæ að heyra það á hverjum degi. Fólk vill setja barnið mitt í örbylgjuofn og segir það við mig,“ sagði Heard meðal annars þegar hún mætti í síðasta sinn í vitnastúku í gær. Amber Heard knúsar einn af lögmönnum sínum, Elaine Bredehoft, eftir lokaávarp hennar. AP/Steve Helber Í lokaávarpi sínu sagði Benjamin Rottenborn, einn af lögmönnum Heard, að það væru stjórnarskrárvarin réttindi hennar að tjá sig um meint ofbeldi sem hún varð fyrir. Þá vísaði hann til ógeðfelldra ummæla sem Depp hafði látið falla um hana, meðal annars að hann vildi „ríða brenndu líki hennar.“ „Þetta er gluggi inn í hug og hjarta uppáhalds sjóræningja Bandaríkjanna,“ sagði Rottenborn og vísaði til hlutverks Depps sem Jack Sparrow í Pirates of the Carribean kvikmyndunum. „Þetta er hinn raunverulegi Johnny Depp.“ Framhaldið er nú í höndum sjö manna kviðdóms sem hefur hlustað á um hundrað klukkustundir af vitnisburði. Hann reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en náði því ekki fyrir helgina og mun því koma aftur saman á þriðjudag.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Dómsmál Bandaríkin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33
„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16