Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar