BDSM úr sögunni á Akureyri Eiður Þór Árnason og Atli Ísleifsson skrifa 25. maí 2022 09:45 Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og eini bæjarfulltrúi flokksins. Samfylkingin Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira