Sumarið er tíminn fyrir jafnlaunavottun Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 24. maí 2022 13:00 Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Kjaramál Mest lesið Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar