Sumarið er tíminn fyrir jafnlaunavottun Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 24. maí 2022 13:00 Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Kjaramál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar