Ný framtíð með betra sambandi Sigríður Mogensen og Haraldur Hallgrímsson skrifa 25. maí 2022 10:00 Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Fjarskipti Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun