Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. maí 2022 20:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira