„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 20:02 Úkraínuforseti kallaði enn og aftur eftir frekari vopnasendingum í dag. AP Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira