„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 20:02 Úkraínuforseti kallaði enn og aftur eftir frekari vopnasendingum í dag. AP Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira