Ætlar ekki að hætta fyrr en öll börn í Laugardalnum eru óhult Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 20:26 Hildur segir það vera mikinn létti að maðurinn sitji nú inni. Vísir Maður sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum var í gær hnepptur í gæsluvarðhald. Móðir stelpu sem lenti í manninum segir það vera mikinn létti. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn við íþróttasvæði Þróttar og Ármanns í Laugardalnum þar sem hann er sagður hafa stundað það að bera sig fyrir framan börn sem eru við æfingar. Lögregla gat ekki fundið manninn „Maðurinn stendur þarna við girðinguna eins og alltaf og er að kalla þær til sín. Þær vita af honum og vita að þær eiga bara að hunsa þetta og halda áfram að hlaupa, nema þegar þær koma annan hringinn er hann búinn að taka út á sér liminn,“ sagði Hildur Gunnarsdóttir, móðir stelpu sem lenti í manninum, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hún segir að lögregla hafi farið beint í það að leita að manninum eftir að atvikið var tilkynnt en hann fannst hvergi. Dæmdur í gæsluvarðhald „Ég ákvað að fara daginn eftir og athuga hvort ég myndi ekki finna manninn og gá hvort ég sjái hann við þessa iðju, sem og ég geri. Það var hringt á lögregluna og hún kemur með miklu hraði,“ sagði Hildur en maðurinn var gripinn við að bera sig og að pissa fyrir framan börn á æfingasvæðinu. Hann var því handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald. Maðurinn er á skilorði eftir að hafa verið dæmdur fyrir að bera sig og brot gegn valdstjórninni. Mikill léttir Hildur segir það vera mikinn létti fyrir sig og dóttur sína að maðurinn gangi ekki laus. „Ég finn það að hún er ofsalega ánægð með að hann sé kominn inn núna. En það er líka kvíði fyrir því hvað gerist eftir fjórar vikur. Ég mun ekki hætta fyrr en öll börnin í Laugardalnum eru óhult fyrir þessum manni.“ Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. 19. maí 2022 17:51 Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn við íþróttasvæði Þróttar og Ármanns í Laugardalnum þar sem hann er sagður hafa stundað það að bera sig fyrir framan börn sem eru við æfingar. Lögregla gat ekki fundið manninn „Maðurinn stendur þarna við girðinguna eins og alltaf og er að kalla þær til sín. Þær vita af honum og vita að þær eiga bara að hunsa þetta og halda áfram að hlaupa, nema þegar þær koma annan hringinn er hann búinn að taka út á sér liminn,“ sagði Hildur Gunnarsdóttir, móðir stelpu sem lenti í manninum, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hún segir að lögregla hafi farið beint í það að leita að manninum eftir að atvikið var tilkynnt en hann fannst hvergi. Dæmdur í gæsluvarðhald „Ég ákvað að fara daginn eftir og athuga hvort ég myndi ekki finna manninn og gá hvort ég sjái hann við þessa iðju, sem og ég geri. Það var hringt á lögregluna og hún kemur með miklu hraði,“ sagði Hildur en maðurinn var gripinn við að bera sig og að pissa fyrir framan börn á æfingasvæðinu. Hann var því handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald. Maðurinn er á skilorði eftir að hafa verið dæmdur fyrir að bera sig og brot gegn valdstjórninni. Mikill léttir Hildur segir það vera mikinn létti fyrir sig og dóttur sína að maðurinn gangi ekki laus. „Ég finn það að hún er ofsalega ánægð með að hann sé kominn inn núna. En það er líka kvíði fyrir því hvað gerist eftir fjórar vikur. Ég mun ekki hætta fyrr en öll börnin í Laugardalnum eru óhult fyrir þessum manni.“
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. 19. maí 2022 17:51 Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. 19. maí 2022 17:51
Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26