Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 17:51 Maðurinn er sagður hafa ítrekað áreitt börn á æfingasvæði Þróttar í Laugardal. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem gerði gæsluvarðhaldskröfuna. Þar segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði. Þá kemur fram í tilkynningunni að maðurinn muni una úrskurðinum og ekki gera tilraun til að fá honum hnekkt fyrir Landsrétti. Maðurinn valdið usla og óánægju í Laugardal Samkvæmt heimildum fréttastofu er um sama mann að ræða og hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal. Greint var frá því fyrir aðeins tveimur dögum að foreldrar á svæðinu væru orðnir langþreyttir á ástandinu. Maðurinn var í mars á þessu ári dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann og fyrir að bera sig og kasta af sér þvagi í viðurvist barna í Laugardalnum. Í október á síðasta ári var þá greint frá því að forsvarsmenn íþróttafélagsins Þróttar hefðu brugðið á það ráð að loka öllum aðgöngum nema einum að gervigrasvelli sínum í Laugardalnum, til að sporna við áreiti mannsins, sem er heimilislaus, gagnvart börnunum. Íþróttastjóri Þróttar lýsti algjöru úrræðaleysi, og sagði að þó maðurinn hefði ítrekað verið handtekinn væri honum sleppt og hann mættur jafnharðan aftur á svæðið. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem gerði gæsluvarðhaldskröfuna. Þar segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði. Þá kemur fram í tilkynningunni að maðurinn muni una úrskurðinum og ekki gera tilraun til að fá honum hnekkt fyrir Landsrétti. Maðurinn valdið usla og óánægju í Laugardal Samkvæmt heimildum fréttastofu er um sama mann að ræða og hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal. Greint var frá því fyrir aðeins tveimur dögum að foreldrar á svæðinu væru orðnir langþreyttir á ástandinu. Maðurinn var í mars á þessu ári dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann og fyrir að bera sig og kasta af sér þvagi í viðurvist barna í Laugardalnum. Í október á síðasta ári var þá greint frá því að forsvarsmenn íþróttafélagsins Þróttar hefðu brugðið á það ráð að loka öllum aðgöngum nema einum að gervigrasvelli sínum í Laugardalnum, til að sporna við áreiti mannsins, sem er heimilislaus, gagnvart börnunum. Íþróttastjóri Þróttar lýsti algjöru úrræðaleysi, og sagði að þó maðurinn hefði ítrekað verið handtekinn væri honum sleppt og hann mættur jafnharðan aftur á svæðið.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12
Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26