Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 17. maí 2022 19:20 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hverjum þeir vilji vinna og hvaða kröfur þeir geri til embætta eins og embættis borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17