Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 17. maí 2022 19:20 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hverjum þeir vilji vinna og hvaða kröfur þeir geri til embætta eins og embættis borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17