Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 22:49 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar, sem er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02
Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36