Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 20:51 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira