Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 12:37 Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00