Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 12:37 Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00