Kjörið tækifæri Alexandra Briem skrifar 14. maí 2022 14:46 Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar