Kjörið tækifæri Alexandra Briem skrifar 14. maí 2022 14:46 Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar