Veldu Viðreisn Árni Stefán Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:45 Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun