„Kæru strákar, má ég fá að klára?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 21:26 Mikill hiti var í umræðu um skólamálin á RÚV í kvöld. Vísir Mikill hiti skapaðist í umræðu um skóla- og leikskólamál í kosningakappræðum fyrir borgarstjórnarkosningar á RÚV í kvöld. Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira