„Kæru strákar, má ég fá að klára?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 21:26 Mikill hiti var í umræðu um skólamálin á RÚV í kvöld. Vísir Mikill hiti skapaðist í umræðu um skóla- og leikskólamál í kosningakappræðum fyrir borgarstjórnarkosningar á RÚV í kvöld. Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira