Hverjum treystir þú? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2022 16:21 Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun