Íþróttamálin í Laugardal í forgangi, að sjálfsögðu Björn Dagur B. Eggertsson skrifar 13. maí 2022 11:21 Það er einn dagur í kosningar og Björn Kristjánsson, ágætur kunningi minn, og baráttumaður fyrir íþróttastöðu í Laugardalnum sendir mér spurningar hér á Vísi. Hann rifjar upp góð samtöl mín við íbúa í Laugardal og forystu Þróttar og Ármanns á þessu vori og hvernig mál hafa þróast með yfirlýsingum um nýja Þjóðarhöll. Í greininni kemur réttilega fram að ég hafi verið þeirrar skoðunar að það væri best fyrir framtíðaraðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal ef tekið væri af skarið með byggingu Þjóðarhallar. Ástæðan er sú að þá gætu félögin í dalnum fengið núverandi Laugardalshöll fyrir æfingar sínar. Þar er ígildi tveggja æfingavalla. Síðan fengjust tímar í Þjóðarhöllinni einsog upp á vantar en í áætlunum um hana er gert ráð fyrir að gólffleti hennar megi skipta í fjóra fullstóra handbolta eða körfuboltavelli. Alls væru þá komnir í Laugardalinn sex vellir til að mæta þörfinni. Það væri besta aðstaða til innanhúss æfinga í landinu. Það var augljóst samtölum við íbúa í Laugardal að ýmsir gátu tekið undir þetta, þótt aðrir vildu frekar sjá sérstakt minna hús fyrir Þrótt og Ármann á bílastæðinu við keppnisvöll Þróttar. Sérstaklega þótti hætt við því að málefni Þjóðarhallar myndu dragast og kallað var eftir fjárskuldindingu af hálfu ríkisins. Undir þessar áhyggjur tók ég og sagði skýrt að ef skýr vilji ríkisins og tímaáætlun vegna verksins lægi ekki fyrir í vor þá myndi ég leggja fram tillögu um að ráðist yrði í sérstakt hús fyrir Þrótt og Ármann. Sömu skilaboðum hafði ég áður komið milliliðalaust til ráðherra í ríkisstjórninni. Vilji ríkisins reyndist fyrir hendi og saman náðist um yfirlýsingu sem undirrituð var 6. maí þar sem ákveðið var að ráðast hratt í verkefnið og báðir aðilar skuldbundu sig til að tryggja fjármögnun í langtímaáætlunum sínum. Niðurstaðan tók því á þeim þáttum sem ég hafði rætt um á opnum íbúafundi í Laugardal og í viðræðum við félögin í dalnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með tónlistarmönnunum Svavari Pétri Eysteinssyni (Prins Póló) og Birni Kristjánssyni (Borkó) á hverfahátíð í Efra-Breiðholti á 1. maí síðastliðinn.Aðsend Aðalstjórn Þróttar sendi mér í morgun yfirlýsingu þar sem því er fagnað að loks sé komin hreyfing á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal. Jafnframt lýsir félagið sig tilbúið til að vinna með borginni að því að tryggja framtíðaraðstöðu félagsins en ítrekar mikilvægi þess að sú aðstaða sem félagið fái verði á forræði þess, að gildandi samningar um Laugardalshöll sem verður tilbúin til æfinga og keppni 15. ágúst verði teknir upp til að tryggja betur öryggi æfinga félagsins sem undanfarin ár hafa oft þurft að víkja vegna ýmissa viðburða. Og að hið sama eigi við eftir að Þjóðarhöll verði orðin að veruleika. Þessi viðbrögð finnst mér jákvæð og þessar kröfur eru eðlilegar. Í raun eru þessir punktar þeir sömu og Björn setur fram í grein sinni í formi spurninga. Útfærsla og lausnir í öllum efnum liggja ekki fyrir á þessari stundu en fullur vilji er til að vinna að því. Þessi viðfangsefni hefðu þó bæði þurft að leysa hvort sem stefnt hefði verið að Þjóðarhöll eða sérstöku húsi fyrir Þrótt og Ármann á undirbúnings- og byggingartíma þeirra húsa. Þróttur hefur þegar óskað eftir fundi að afloknum kosningum til að ræða þessi mál og mun ég að sjálfsögðu boða til þess fundar, verði ég í aðstöðu til þess. Stóru tíðindi undanfarinna vikna eru þau í mínum huga að höggvið hefur verið á hnútinn í margra ára þrátefli um bætta aðstöðu fyrir börn og unglinga og félögin í Laugardal og um leið betri aðstöðu fyrir landslið, sérsambönd og alþjóðlegt keppnishald. Björn spyr hvort ég sé að meina eitthvað með þessu. Að sjálfsögðu. Reykjavíkurborg hefur tekið frá fjármuni fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, sett mikla pressu á svör frá ríkinu varðandi Þjóðarhöll. Fengið þau í formi viljayfirýsingar sem felur í sér stofnun framkvæmdahóps sem hefur þegar störf. Ég hef verið í miklum samtölum við forystu félaganna í Laugardal um þessi mál á liðnu vori og bæði fyrir og eftir undirritun samkomulagsins um Þjóðarhöll og vona að ég fái umboð til að fylgja þeim verkum eftir hratt og vel. Við erum í sama liði. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. 13. maí 2022 10:00 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er einn dagur í kosningar og Björn Kristjánsson, ágætur kunningi minn, og baráttumaður fyrir íþróttastöðu í Laugardalnum sendir mér spurningar hér á Vísi. Hann rifjar upp góð samtöl mín við íbúa í Laugardal og forystu Þróttar og Ármanns á þessu vori og hvernig mál hafa þróast með yfirlýsingum um nýja Þjóðarhöll. Í greininni kemur réttilega fram að ég hafi verið þeirrar skoðunar að það væri best fyrir framtíðaraðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal ef tekið væri af skarið með byggingu Þjóðarhallar. Ástæðan er sú að þá gætu félögin í dalnum fengið núverandi Laugardalshöll fyrir æfingar sínar. Þar er ígildi tveggja æfingavalla. Síðan fengjust tímar í Þjóðarhöllinni einsog upp á vantar en í áætlunum um hana er gert ráð fyrir að gólffleti hennar megi skipta í fjóra fullstóra handbolta eða körfuboltavelli. Alls væru þá komnir í Laugardalinn sex vellir til að mæta þörfinni. Það væri besta aðstaða til innanhúss æfinga í landinu. Það var augljóst samtölum við íbúa í Laugardal að ýmsir gátu tekið undir þetta, þótt aðrir vildu frekar sjá sérstakt minna hús fyrir Þrótt og Ármann á bílastæðinu við keppnisvöll Þróttar. Sérstaklega þótti hætt við því að málefni Þjóðarhallar myndu dragast og kallað var eftir fjárskuldindingu af hálfu ríkisins. Undir þessar áhyggjur tók ég og sagði skýrt að ef skýr vilji ríkisins og tímaáætlun vegna verksins lægi ekki fyrir í vor þá myndi ég leggja fram tillögu um að ráðist yrði í sérstakt hús fyrir Þrótt og Ármann. Sömu skilaboðum hafði ég áður komið milliliðalaust til ráðherra í ríkisstjórninni. Vilji ríkisins reyndist fyrir hendi og saman náðist um yfirlýsingu sem undirrituð var 6. maí þar sem ákveðið var að ráðast hratt í verkefnið og báðir aðilar skuldbundu sig til að tryggja fjármögnun í langtímaáætlunum sínum. Niðurstaðan tók því á þeim þáttum sem ég hafði rætt um á opnum íbúafundi í Laugardal og í viðræðum við félögin í dalnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með tónlistarmönnunum Svavari Pétri Eysteinssyni (Prins Póló) og Birni Kristjánssyni (Borkó) á hverfahátíð í Efra-Breiðholti á 1. maí síðastliðinn.Aðsend Aðalstjórn Þróttar sendi mér í morgun yfirlýsingu þar sem því er fagnað að loks sé komin hreyfing á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal. Jafnframt lýsir félagið sig tilbúið til að vinna með borginni að því að tryggja framtíðaraðstöðu félagsins en ítrekar mikilvægi þess að sú aðstaða sem félagið fái verði á forræði þess, að gildandi samningar um Laugardalshöll sem verður tilbúin til æfinga og keppni 15. ágúst verði teknir upp til að tryggja betur öryggi æfinga félagsins sem undanfarin ár hafa oft þurft að víkja vegna ýmissa viðburða. Og að hið sama eigi við eftir að Þjóðarhöll verði orðin að veruleika. Þessi viðbrögð finnst mér jákvæð og þessar kröfur eru eðlilegar. Í raun eru þessir punktar þeir sömu og Björn setur fram í grein sinni í formi spurninga. Útfærsla og lausnir í öllum efnum liggja ekki fyrir á þessari stundu en fullur vilji er til að vinna að því. Þessi viðfangsefni hefðu þó bæði þurft að leysa hvort sem stefnt hefði verið að Þjóðarhöll eða sérstöku húsi fyrir Þrótt og Ármann á undirbúnings- og byggingartíma þeirra húsa. Þróttur hefur þegar óskað eftir fundi að afloknum kosningum til að ræða þessi mál og mun ég að sjálfsögðu boða til þess fundar, verði ég í aðstöðu til þess. Stóru tíðindi undanfarinna vikna eru þau í mínum huga að höggvið hefur verið á hnútinn í margra ára þrátefli um bætta aðstöðu fyrir börn og unglinga og félögin í Laugardal og um leið betri aðstöðu fyrir landslið, sérsambönd og alþjóðlegt keppnishald. Björn spyr hvort ég sé að meina eitthvað með þessu. Að sjálfsögðu. Reykjavíkurborg hefur tekið frá fjármuni fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, sett mikla pressu á svör frá ríkinu varðandi Þjóðarhöll. Fengið þau í formi viljayfirýsingar sem felur í sér stofnun framkvæmdahóps sem hefur þegar störf. Ég hef verið í miklum samtölum við forystu félaganna í Laugardal um þessi mál á liðnu vori og bæði fyrir og eftir undirritun samkomulagsins um Þjóðarhöll og vona að ég fái umboð til að fylgja þeim verkum eftir hratt og vel. Við erum í sama liði. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. 13. maí 2022 10:00
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar