Brúum bilið – svona er planið! Skúli Helgason skrifar 13. maí 2022 11:41 Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar